Spurt og svarað
Um Veiturnar
Upplýsingar um hitaveitudreifikerfi HS Veitna
Við dreifum heitu vatni á Suðurnesjum og Vestmannaeyjum.
Við eigum og rekum dreifikerfi fyrir heitt vatn í öllum sveitarfélögum á Suðunesjum auk þess að eiga hitaveitu og dreifikerfi í Vestmannaeyjum.
Hitaveitan á Suðurnesjum
Heita vatnið fyrir Suðurnesin fáum við afgreitt frá HS Orku á tveimur stöðum. Annars vegar á Selhálsi við Grindavík og hinsvegar á Fitjum í Reykjanesbæ.
Heita vatnið sem framleitt er í jarðvarmaorkuveri HS Orku við Svartsengi er ferskvatn (grunnvatn), sem fengið er úr ferskvatnsbólum í Lágum. Vatn úr þessum ferskvatnsbólum er einnig notað sem ferskvatn í Grindavík, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Framleiðsla heita vatnsins er afar einföld. Hún er þannig að ferskvatn er hitað upp með jarðhitagufu. Auk upphitunar er heita vatnið soðið til að losa úr því allar lofttegundir, einkum súrefni og koltvísýring og er það kallað afloftun. Væri heita vatnið ekki afloftað væri það ónothæft þar sem það tærði stál því tæring á sér ekki stað nema að súrefni sé til staðar.
Hitaveitan í Vestmannaeyjum
Heita vatnið í Vestmannaeyjum er hitað upp í varmadælustöðinni og í kyndistöðinni
Í varmadælustöðinni eru fjórar sjódælur sem dæla 6-700 lítrum af 6-11°C heitum sjó í eimi sem kælir hann niður. Orkan sem fæst með kælingunni flyst yfir í seinni varmaskiptinn sem hitar upp hitaveituvatnið. Stjórnstöð kerfisins er í kyndistöðinni en þar er einnig 20MW rafskautaketill sem framleiðir gufu sem leidd er í tvo 10MW varmaskipta sem hita upp vatnið sem síðan er dælt inn á dreifikerfið. Vatnið sem notað er til upphitunar er neysluvatn sem kemur undan Eyjafjallajökli er dælt um sjóleiðslur til Vestmannaeyja. Raforkan sem notuð er við gufuframleiðsluna er afgangsorka frá Landsvirkjun. Hraðastýrðar dælur dæla vatninu út á dreifikerfið sem er tvískipt, það er að segja efra dreifikerfi og neðra dreifikerfi. Einangruð stálrör eða einangruð Pex plaströr eru lögð í húsin. Annað rörið er framrásin (heitt vatn með 4 til 7 kg/cm2 þrýstingi) sem hitar upp ofna og neysluvatn. Eftir notkun fer vatnið í bakrásina (um það bil 28°C með 2 til 4 kg/cm2 þrýstingi) upp í Kyndistöð og er hitað upp aftur.