Spurt og svarað
Sparnaðarráð
Sparnaðarráð vatnsveita
Vatnið okkar er sennilega dýrmætasta auðlind Íslands. Við sjáum um að koma því til þín. Hugsum því vel um hverning við notum vatnið.
Skrúfaðu fyrir kranann
Það er góður siður að skrúfa fyrir rennsli á meðan þú burstar tennurnar. Ef þú lætur vatnirð renna á meðan þú burstar tennurnar í þrjár mínútur dags og morgna notar þú tæplega 20.000 lítra á ári aukalega af vatni.
Sírennsli í klósetti
Sírennsli í klósetti sem lekur 1 lítra af vatni á mínútu, eyðir 525.600 lítrum á ári.
Vatnið okkar er mjúkt
Íslenskt vatn er undir 2 °dh og því mjög mjúkt.
Við getum því sparað okkur kaup á mýkingarefni, kalkhreinsi og söltum í þvotta- og uppþvottavélar.
Að auki hefur mýkt vatnsins þau áhrif að mun minna magn þarf af sápu til að þvo sér um hár og hendur, einnig þarf minna þvottaefni við fata og diskaþvot
Látum vatnið ekki renna að óþörfu
Ekki vökva malbikið og berum virðingu fyrir vatninu. Einhverjir kunna að velta fyrir sér hvort það skipti einhverju máli þar sem við eigum svona mikið vatn.
Skiptir máli þó vatnið "hafi viðkomu" heima hjá okkur á leiðinni út á sjó?
Einfalda svarið við þessu er já, það skiptir máli. Því þeim mun meira vatn sem við notum, þeim mun meiri vinnu og kostnað þarf að leggja í að koma vatninu til notanda, því það gerist ekki að sjálfu sér.