Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Spurt og svarað

Notendaskipti

Hvers vegna þurfum við að fá upplýsingar um notendaskipti?

Það er mikilvægt að upplýsingar um greiðendur á rafmagni, heitu- og köldu vatni séu réttar í kerfunum okkar. Þess vegna er mikilvægt að tilkynna okkur ef þú ert að flytja eða ef skipta skal út greiðendur á veitumn.

  • Þá greiðir fyrri notandi áfram fyrir notkun þrátt fyrir að vera ekki lengur notandi.

    • Ef að það gleymist að tilkynna flutning þá greiðir fyrri notandi áfram fyrir notkun nýs notanda þangað til að tilkynning um notendaskipti berst.

    • Aðilar þurfa að semja sín á milli um hvað hver á að borga því notendaskipti eru ekki gerð afturvirkt. Samkvæmt tilmælum frá Orkustofnun eru afturvirk notendaskipti óheimil.

    • Á útgefnum reikningum kemur fram fyrir hvaða notkunarstað er verið að rukka sem og notkunartímabil.

    • Starfsfólk HS Veitna getur með engu móti vitað að nýr greiðandi hafi tekið við fyrr en tilkynning um það hefur borist og verið skráð.

  • Bæði fráfarandi notandi og nýr notandi geta tilkynnt notendaskipti.

    • Oftast er það útflytjandi sem að tilkynnir notendaskipti enda hans hagur að losna undan greiðslum á notkunarstað þar sem hann er ekki notandi orkunnar.
    • En í mörgum tilfellum berast tilkynningar frá nýjum notendum sem vilja hafa sitt á hreinu.
  • Hægt er að skrá notendaskipti á Mínum síðum, símleiðis eða í afgreiðslu.

    • Einfaldasta leiðin að skrá sig inn á Mínar síður og skrá tilkynningu um notendaskipti þar.
    • Einnig er hægt að hringja til okkar í síma 422 5200 eða senda tölvupóst á hsveitur@hsveitur.is.
  • Kennitölu þess sem flytur út og kennitölu þess sem flytur inn.

    • Mikilvægt er að hafa kennitölu þess sem flytur út (núverandi greiðandi notkunarstaðar) og þess sem flytur inn og tekur við greiðslum. Einnig þarf að skrá símanúmer og netfang þess sem tekur við sem greiðandi.
    • Þar sem að ekki eru komnir snjallmælar þarf að skrá stöðu mælis eða mæla, æskilegt er að skila inn mynd sem sýnir mælanúmerið og stöðu mælisins.
    • Einnig er hægt að óska eftir að starfsmaður HS Veitna lesi af mælum.
  • Viðskiptavinur þarf að hafa raforkusölusamning við raforkusala.

    • Dreifiveitum er samkvæmt lögum óheimillt að afhenda raforku til viðskiptavinar sem ekki er með raforkusölusamning við raforkusala.
    • Ef viðskiptavinur hefur ekki raforkusölusamning við raforkusala þá er dreifiveitu skilt að stöðva afhendingu raforku.
    • Hér má sjá frekari upplýsingar um val á raforkusala.
  • Já leigjendur geta verið skráðir fyrir orkunotkun en það er samkomulagsatriði milli leigusala og leigjanda.

    • Ef orkunotkun er skráð á leigusala ber hann ábyrgð á greiðslu reikninga vegna orkunotkunar leigjanda. Vakin er athygli á að sá sem skráður er greiðandi orkunotkunar getur óskað eftir því að lokað verði fyrir afhendingu á orku án þess að um vanskil sé að ræða.