Spurt og svarað
Mælavæðing
Hvernig er samskiptum við mælana háttað?
Snjallmælar og safnstöðvarkerfi þeirra Söfnunarkerfi eru staðsett í flestum tilfellum í dreifistöðvum HS Veitna og sjá starfsmenn okkar um uppsetningu þeirra. Notast er við fjórar mismunandi tæknilegar leiðir til að eiga samskipti við mælana.
1.
RF(434 MHz) samskipti byggir á þráðlausum samskiptum í lofti þar sem gögn frá mælunum ferðast annað hvort beint frá mæli í safnstöð eða hoppar frá einum mæli til annars þar til samband við safnstöð er aðgengilegt. Þessi tækni er notuð á veitusvæði okkar í Hafnarfirði, Garðabæ og Vestmannaeyjum.
2.
M-Bus (868 MHz) samskipti byggjast á þráðlausum samskiptum í lofti þar sem gögn frá mælunum ferðast beint frá mæli í safnstöð. Þessi tækni er notuð í vatnsmælum fyrir heitt og kalt vatn á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum.
3.
PLC – þessi samskiptaleið fer eftir rafmagnsköplum rafdreifikerfisins frá safnstöð við dreifistöð og byggist á því að samskiptin fara fram á annarri tíðni en orkuafhendingin sjálf.
4.
P2P með GSM búnaði þá er notast við farsímakerfið og mælirinn hefur módem sem svarar upphringingum söfnunarkerfisins.