Fara á efnissvæði

Stjórn og skipulag /   Aðalfundur Stjórn Stefnumótun

Aðalfundur

Aðalfundur HS Veitna hf. var haldinn 13. mars 2024 í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Brekkustíg 36 í Reykjanesbæ. Á fundinum urðu tvær breytingar á stjórn, úr stjórn gengu Jóhann Friðrik Friðriksson og Kristín Erla Jóhannesdóttir og nýir stjórnarmenn eru Andri Freyr Stefánsson og Þórunn Helga Þórðardóttir. Að loknum stjórnarfundi í framhaldi aðalfundar var stjórnin þannig skipuð: 

Stjórn

Stjórn

MG 0135

Heiðar Guðjónsson

HSV Eignarhaldsfélag slhf

Varaformaður

MG 0153 (1)

Friðjón Einarsson

Reykjanesbæ

Meðstjórnandi & Ritari

MG 0257

Guðný Birna Guðmundsdóttir

Reykjanesbæ

Stjórnarformaður

MG 0273

Þórunn Helga Þórðardóttir

HSV Eignarhaldsfélag slhf

Meðstjórnandi

MG 0168

Margrét Sanders

Reykjanesbæ

Meðstjórnandi

MG 0182

Ómar Örn Tryggvason

HSV Eignarhaldsfélag slhf

Meðstjórnandi

MG 0120

Andri Freyr Stefánsson

Reykjanesbæ

Meðstjórnandi

Stefnumótun

Í upphafi árs hófst innri stefnumótun fyrirtækisins. Lagt var upp með að draga allt starfsfólk að borðinu til að ná utan um það sem er gott og hvað betur má fara með það að markmiði að gera gott enn betra.

Haldnar voru vinnustofur með utanaðkomandi ráðgjöfum þar sem stefnustraumar voru notaðir sem leiðarljós og einnig voru allar einingar rýndar með samtölum þvert á allt fyrirtækið. Út úr þeirri vinnu kom umfangsmikill úrbótalisti sem var gerður aðgengilegur fyrir starfsfólkið um haustið og í kjölfarið settur í verkefnasafn með forgangsröðun.

Í kjölfarið fór stjórn í vinnu við að meta hvort þörf væri á endurskoðun á stefnu fyrirtækisins og var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á því. Uppfært skipurit var kynnt í september sem síðar tók gildi um áramót. Uppfærðu skipuriti er ætlað að styðja við bæði stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins sem byggir á upphaflegu markmiði um að gera gott enn betra.