Starfsmannafélag HS Veitna var öflugt !
Árið byrjaði árið á EM leik í handbolta, starfsmenn tóku þátt í leik þar sem hægt var að giska á úrslit og að lokum voru veitt verðlaun fyrir þrjá stigahæstu þátttakendur.
Aðalfundur var haldinn 21. mars og fór hann fram með hefðbundnu sniði. Mikil undirbúningsvinna hélt áfram um vorið fram á haustið fyrir árshátíðarferð fyrirtækisins.
Fjölskyldudagur HS Veitna var þann 18. ágúst í Húsdýragarðinum. Boðið var upp á pizzu, gos, kleinuhringi og aðgang í garðinn og nutum við saman í sól og blíðu.
Í byrjun september var haldið Ljósanætur partý, boðið var upp á smárétti frá Soho, drykki og komu Óli Torfa og Eyrún og spiluðu fyrir gesti.
Í lok september var farið í Árshátíðarferð til Haag með Kompaníferðum. Hluti af hópnum fór á fimmtudegi til sunnudags og restin frá föstudegi til mánudags. Eyþór Ingi fór með sem veislustjóri og stóð hann sig frábærlega ásamt hollenskum plötusnúð sem kom öllum út á dansgólfið. Virkilega flott borg sem gaman var að heimsækja.
Jólahlaðborð HS Veitna var haldið 7. des á Hótel Selfossi. Átti starfsfólkið góða stund saman ásamt mökum,. Guðni Ágústsson var veislustjóri og trúbadorinn Grétar spilaði fyrir dansi.
Þá var bústaður félagsins í Kiðjabergi vel nýttur eins og síðustu ár.