Lykiltölur úr rekstri (m.kr.)
Rekstrartekjur
9.870,3
Rekstrargjöld
5.952,9
Rekstrarhagnaður-EBITDA
3.563,5
Hagnaður ársins
1.023,4
Rekstrarafkoma-EBIT
2.777,4
Fjármagnsliðir samtals
1.550,7
Hagnaður fyrir skatta
1.226,7
Tekjuskattur
203,3
Stjórn og skipulag
Aðalfundur HS Veitna hf. var haldinn 23. mars 2023 í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Brekkustíg 36 í Reykjanesbæ. Á fundinum urðu tvær breytingar á stjórn, Jóhann Friðrik Friðriksson kom inn fyrir Guðbrand Einarsson og Friðjón Einarsson fyrir Baldur Þórir Guðmundsson. Að loknum stjórnarfundi í framhaldi aðalfundar var stjórnin þannig skipuð:
Stjórn

Jóhann Friðrik Friðriksson
Reykjanesbæ
Stjórnarformaður

Heiðar Guðjónsson
HSV Eignarhaldsfélag slhf
Varaformaður

Guðný Birna Guðmundsdóttir
Reykjanesbæ
Meðstjórnandi og ritari

Kristín Erla Jóhannsdóttir
HSV Eignarhaldsfélag slhf
Meðstjórnandi

Margrét Sanders
Reykjanesbæ
Meðstjórnandi

Ómar Örn Tryggvason
HSV Eignarhaldsfélag slhf.
Meðstjórnandi

Friðjón Einarsson
Reykjanesbæ
Meðstjórnandi
Ávarp forstjóra

Orkunotkun
Á árinu 2023 jókst almenn raforkunotkun, án gagnavera, úr 586,1 GWh í 602,3 GWh eða 2,72%.
Notkun þriggja gagnavera minnkaði um 11% eða úr 842,5 GWh í 749,9 GWh. Notkun á ótryggðri orku minnkaði um 14,6% eða úr 94,2 GWh í 80,4 GWh. Í heild minnkaði raforkunotkun í kerfinu úr 1.522,8 GWh í 1.432,7 GWh eða um 5,93%.
Heitavatnsnotkun á Suðurnesjum jókst úr 13.217 þús. tonnum í 13.761 þús. tonn eða um 4,12%. Í Vestmannaeyjum jókst salan á heitu vatni úr 1.707 þús. tonnum í 1.828 þús. tonnum eða um 7,08%.
2023
Mesta vatnsnotkun á klukkustund til Fitja var 19.janúar eða 1.684 tonn (116.234 kWh).
Mesta vatnsnotkun á sólarhring til Fitja var 20.janúar eða 39.324 tonn (2.729.787 kWh).
Mesta vatnsnotkun á klukkustund til Grindavíkur var 16.janúar eða 374 tonn (20.126 kWh).
Mesta vatnsnotkun á sólarhring til Grindavíkur var 17.janúar eða 8.118 tonn (426.757 kWh).
2022
Mesta vatnsnotkun á klukkustund til Fitja var 22.desember eða 1.664 tonn (121.297 kWh).
Mesta vatnsnotkun á sólarhring til Fitja var 31.desember eða 38.520 tonn (2.771.618 kWh).
Mesta vatnsnotkun á klukkustund til Grindavíkur var 22.desember eða 348 tonn (18.399 kWh).
Mesta vatnsnotkun á sólarhring til Grindavíkur var 31.desember eða 7.791 tonn (412.375 kWh).
Gjaldskrármál
Gjaldskrá dreifingar raforku var óbreytt allt árið 2023. Í því tekjumarka umhverfi sem rafveitureksturinn byggir á miðast leyfðar tekjur vegna rekstrar árin 2021 – 2025 við verðbættan rekstrarkostnað áranna 2015 – 2019 sem þó skiptist orðið þannig í tekjuramma að 53% fylgja launaþróun og 47% rekstrarkostnaði þannig var settur kostnaður 2022 612 m.kr. vegna rekstrarkostnaðar og 704 m.kr. vegna launakostnaðar. Í lok árs 2022 voru vannýttar tekjuheimildir 197 m.kr. en voru 366 m.kr. árið á undan, í lok árs 2023 eru tekjuheimildir hinsvegar ofnýttar um 141 m.kr. eða 2,7%.
Gjaldskrá hitaveitu hækkaði um 3,2% 1. mars 2023 og um 4,61% 1. ágúst 2023 en gjaldskrá hitaveitu í Vestmannaeyjum var einnig hækkuð 1. september 2023 þannig að heildar hækkun í Vestmannaeyjum var 12% vegna ágúst/september hækkana en ekki fékkst fullt samþykki frá ráðuneytinu til að hækka gjaldskránna um 12% þann 1. ágúst og var sú hækkun því framkvæmd í áföngum. Hækkanir hitaveitu eru almennt í samræmi við verðlagsbreytingar og er gjaldskrárstefna fyrirtækisins sú að gjaldskrá er hækkuð þegar framfærsluvísitala hefur hækkað um 3% eða meira frá síðustu breytingu til samræmis við verðlagsbreytingar.
Gjaldskrá vatnsveitu fylgir í öllum meginatriðum breytingum á vísitölu byggingarkostnaðar og er uppfærð 1. janúar og júlí ár hvert, hækkunin 1. janúar 2023 var 5% og hækkunin 1. Júlí 2023 var 4,08%