Language
Hitaveita Prenta  

Spurningar og svör ferskvatn

Af hverju streyma ekki 3,0 mínútulítrar í gegnum ofnana þegar ég greiði fyrir 3 mínútulítra?
Hemlagrindin veitir vatni til ofna og í kranavatn þannig að vatnið sem fer til ofnanna er gjaldskammturinn margfaldaður með ofnastuðli (3 x 0,85 = 2,55 mínútulítrar) og kranavatnið er gjaldskammturinn margfaldaður með kranastuðli (3 x 2,8 = 8,4 mínútulítri ).

Hvað er millirennsli og hvað orsakar það?
Millirennsli er það kallað þegar kalt vatn kemst í heitavatnskerfi húsa eða heitt vatn í kaldavatnskerfi. Millirennsli getur einungis orðið þar sem heitt og kalt vatn er leitt að tæki eins og til dæmis blöndunartæki, sem opnar leið milli heita- og kaldavatnslagna. Sérstaka aðgát skal hafa á hitastýrðum blöndunartækjum, því með tímanum stirðna þau vegna óhreininda, standa á sér og þar með er hætta á millirennsli. Á sama hátt getur orðið millirennsli um samtengda slöngukrana og í þvottavélum, sem taka inn á sig heitt og kalt vatn. Einstefnulokar eiga að vera á ofna- og kranavatnslögnum þar sem þær tengjast hemlagrind Hitaveitunnar. Einnig á að vera einstefnuloki á kaldavatnsstofni. Einstefnulokarnir eiga að sjá til þess að vatn streymi einungis í eina og rétta átt og eiga þar með að koma í veg fyrir millirennsli. Í einstefnulokana geta safnast óhreinindi, þeir slitna með tímanum og því er mikilvægt að yfirfara þá reglulega. Nokkur munur getur verið á þrýstingi hitaveitu og vatnsveitu sá munur er breytilegur eftir stöðum og eftir árstíðum. Við millirennsli rennur vatn frá því kerfi, sem hefur hærri þrýsting til þess kerfis sem hefur lægri þrýsting.

Hvers vegna er haft eftirlit með hemlagrindum og í hverju er það fólgið?
Reglubundið eftirlit er til að tryggja notandanum réttan vatnsskammt og sinna fyrirbyggjandi viðhaldi. Í eftirlitinu er grindin yfirfarin, sía hreinsuð, skammtur mældur og gert við ef þörf er á.

Hvers vegna sýna mælar ekki rétt hitastig?
Það fer eftir gæðum mælanna hversu nákvæmir og endingargóðir þeir eru.

Að hverju þarf að huga við notendaskipti?
Þegar notendaskipti hafa verið tilkynnt HS Veitum hf yfirfara starfsmenn hemlagrindina (á Suðurnesjum) og lesa af rafmagnsmælum, sem er gert til að tryggja nýjum notendum að hitaveitugrindin sé í lagi og að ljós sé mælistaða þegar nýr notandi hefur raforkukaup.

Af hverju hitnar einn ofn en ekki hinir?
Flestir ofnkranar eru hitastýrðir og sjálfvirkir og þeim verður að halda við. Lokarnir geta einfaldlega staðið á sér af mörgum orsökum til dæmis óhreinindum, sliti og fleiru. Séu hitanemar lokanna birgðir til dæmis með gluggatjöldum þá fá þeir fölsk boð sem lokað geta fyrir streymi til ofnsins. Sjá síðu um jafnvægisstillingu.

Er í lagi að klæða af hemlagrindina?
Það má alls ekki klæða af hemlagrindina þar sem það getur hindrað eðlilegt aðgengi að henni vegna reglulegs eftirlits.

Má ég eitthvað gera sjálfur?
Að sjálfsögðu geta húseigendur gert sitthvað í grindinni sjálfir. Hreinsað síu framrásar og bakrásar, litið á hita- og þrýstimæla og fengið tilfinningu fyrir hitakerfinu. Farið yfir ofnlokana og tryggt að þeir séu liðugir og vinni rétt.

Hvenær á ég að fá viðgerðamann frá HS Veitum hf?
Þú getur alltaf haft samband við okkur, að degi sem nóttu. Ef til dæmis kalt er í húsinu, grunur um leka eða neysluvatnið lélegt er ástæða til að kalla til viðgerðamann. Á daginn er það þjónustufulltrúi sem tekur á móti beiðni þinni og skráir hana niður. Viðgerðamenn hafa síðan samband varðandi nánari tímasetningu á komu. Bakvakt er í gangi eftir venjulegan vinnutíma til að tryggja að alltaf er hægt að ná í viðgerðamann.

Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlega hafið samband við HS Veitur hf í síma
422 5200 eða sendið okkur fyrirspurn á hs@hs.is

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.