Language
Suðurnes Prenta  

Dreifikerfi HS Veitna nær til allra sveitarfélaga á svæðinu, auk Keflavíkurflugvallar.
HS Veitur annast rafmagnsdreifikerfi og hitaveitudreifikerfi á öllum Suðurnesjum. Einnig annast HS Veitur dreifingu á ferskvatni í Reykjanesbæ, Garði og Keflavíkurflugvelli.

Rafmagnsdreifing
HS Veitur dreifir raforku svo til eingöngu með jarðköplum, þannig að lítið ber á rafdreifikerfinu ef frá eru taldar dreifistöðvar og götuskápar. Þessi uppbygging lágmarkar að áhrif af veðri á dreifinguna og veitir hæsta afhendingaröryggið. HS Veitur dreifir rafmagni á nokkrum spennuþrepum eða 33kV, 12kV og 400 voltum.

Hitaveitudreifing
Aðveitulagnir frá Svartsengi, svo og safnæðar í Svartsengi, eru lagðar ofanjarðar og einangraðar með steinull og síðan varðar með álþynnum. Allar aðrar pípur eru neðanjarðar frá bæjarmörkum þéttbýliskjarna og eru þar af leiðandi ekki til trafala eða lýta.

Hitastig vatnsins frá orkuveri er með tvennum hætti. Vatn sem fer til Grindavíkur fer út um 83°C og er þá gert ráð fyrir að það sé um 80°C við bæjarmörk. Það vatn sem fer til dælustöðvar á Fitjum fer út frá orkuverum um 105°C til 120°C síðan er það blandað með bakrennslisvatni frá flugvellinum í dælustöð að Fitjum og sent út til notenda um 83°C. Almennt er reiknað með að notendur nýti varmann úr vatninu niður í 35°C til 40°C en síðan rennur vatnið til sjávar um holræsakerfi sveitarfélaganna. Dreifikerfin eru svokallað einfalt hitaveitukerfi, í sveitarfélögunum á suðurnesjum, en hinsvegar er tvöfalt hitaveitukerfi á flugvellinum og því skilar bakrennslið sér þaðan aftur í dælustöð.

Ferskvatnstaka í Gjá og víðar fyrir orkuverið er því nokkuð mikil eða allt að 1.200 tonnum á klukkustund (330 lítrar á sekúndu) og vatnstaka vegna vatnsveitnanna er að meðaltali um 700 tonn á klukkustund (190 lítrar á sekúndu). Ekki er þó talin hætta á of mikilli vatnsnotkun, þar sem reiknað er með að meðalúrkoma sem fellur á 10 til 15 ferkílómetrum nægi til að fullnægja allri vatnsþörf hitaveitunnar. Til samanburðar má nefna, að Reykjanesskaginn í heild er um 580 ferkílómertrar.

Ferskvatnsdreifing
HS Veitur annast ferskvatndreifingu í nokkrum sveitarfélögum á suðurnesjum. Einnig annast HS Veitur ferskvatnsöflun fyrir nokkur sveitarfélög þar sem við sjáum ekki um dreifingu þess, sjá mynd hér fyrir neðan.


Efnasamsetning vatns á Suðurnesjum

 

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.