Language
Hitaveita Prenta  

Suðurnesjum
Opinberlega má segja að umræður um virkjun jarðvarma á Suðurnesjum til rafmagnsframleiðslu og upphitunar húsa hafi hafist á sjötta áratugnum en segja má að framkvæmdir hafi, að hluta til, strandað á lágu olíuverði sem talið var að hitaveita gæti ekki keppt við. Þegar olíuverð fór síðan sífellt hækkandi breyttust forsendur og virkjun jarðvarma fór að þykja fýsilegur kostur.

Heita vatnið , sem framleitt er í orkuverinu við Svartsengi er ferskvatn (grunnvatn), sem fengið er úr ferskvatnsbólum í Lágum. Vatn úr þessum ferskvatnsbólum er einnig notað sem ferskvatn í Grindavík, Reykjanesbæ og á Keflavíkurflugvelli.

Framleiðsla heitavatnsins er afar einföld og er hún þannig, að ferskvatn úr Lágum er hitað upp með Jarðhitagufu. Auk upphitunar er heita vatnið soðið til að losa úr því allar lofttegundir, einkum súrefni og koltvísýring og er það kölluð afloftun. Væri heita vatnið ekki afloftað væri það ónothæft, vegna þess að það tærði stál því tæring á sér ekki stað nema að súrefni sé til staðar.


Efnasamsetning vatns á Suðurnesjum

Vestmannaeyjum
20MW rafskautaketill framleiðir gufu sem leidd er í tvo 10MW varmaskipta sem hita upp vatnið sem síðan er dælt inn á dreifikerfið. Vatnið sem notað er til upphitunar er neysluvatn sem kemur undan Eyjafjallajökli og er dælt um sjóleiðslur til Vestmannaeyja. Raforkan sem notuð er við gufuframleiðsluna er afgangsorka frá Landsvirkjun. Samhliða raforkunni er nýttur varmi frá Sorpeyðingastöð Vestmannaeyja og frá fiskimjölsverksmiðjum í Eyjum þegar þær eru í gangi. Um 15 % orkunnar fæst með þessu móti. Hraðastýrðar dælur dæla vatninu út á dreifikerfið sem er tvískipt, það er að segja efra dreifikerfi og neðra dreifikerfi.

Einangruð stálrör eða einangruð Pex plaströr eru lögð í húsin. Annað rörið er framrásin (heitt vatn með 4 til 7 kg/cm2 þrýstingi) sem hitar upp ofna og neysluvatn. Eftir notkun fer vatnið í bakrásina (um það bil 28°C með 2 til 4 kg/cm2 þrýstingi) upp í Kyndistöð og er hitað upp aftur.

  • Lengd dreifikerfis: 500 km
  • Vatnsmagn inn á kerfinu: 600 m3
  • Fjöldi húsa/íbúða tengd: 1400
  • Hámarksdæling: 320 m3/klst
  • Meðalálag: 7 til 8 MW
  • Hámarksálag: 14 til 15 MW
  • Lágmarksálag: 4 MW

Í dreifikerfinu eru 130 brunnar. Í brunnunum eru stofnlokar, heimæðalokar ásamt festum og þenslum.

Brunnarnir gegna mikilvægu hlutverki þegar tengivinna, bilanir eða lekaleit eiga sér stað.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.