Language
Rafmagnsveita Prenta  

Rafdreifikerfi sér um flutning raforku frá framleiðslustað að þeim stað sem notkun raforkunnar er á hverjum tíma.

Flestum þykir sjálfsagt að brauðristin á heimilinu hitni þegar kveikt er á henni og leiða hugann lítið að því hvaða leiðir rafmagnið sem gerir þetta mögulegt hefur þurft að fara.

Segjum að rafmagnið sem brauðristin notar komi frá orkuverinu í Svartsengi sem er nálægt Grindavík og notandi sé búsettur við Aðalgötu í miðri Keflavik. Á milli Keflavíkur og Svartsengis er ekki löng vegalengd en rafmagnið þarf samt sem áður að fara þó nokkuð “langa” og flókna leið að brauðristinni. Rafmagnið er framleitt með rafal sem knúinn er áfram af gufuafli. Rafallinn sendir síðan frá sér rafmagnið inná vélarspenni sem breytir spennu raforkunnar í 12000 volt. Þessi spenna þarf síðan að fara inn á annan spenni sem breytir spennunni í 132000 volt fyrir flutningslínu til aðveitustöðvarinnar á Fitjum.*

Í aðveitustöðinni á Fitjum þarf síðan að lækka spennuna aftur niður í 33000 volt til að flytja hana að aðveitustöðinni í Keflavík (við Aðalgötu) eftir jarðköplum. Í aðveitustöðinni við Aðalgötu er spennunni breytt í 12000 volt til dreifingar innanbæjar (einnig eftir jarðköplum). Næsti viðkomustaður raforkunnar er dreifistöð sem breytir spennunni á ný úr 12000 voltum í 400 volt. Þegar hér er komið við sögu er rafmagnið farið að nálgast heimili notanda, líklega innan við 500 metra. Næsti viðkomustaður rafmagnsins er í götuskáp sem er ekki nema í mesta lagi nokkra tugi metra frá heimilinu. Spennan fer í gegnum tengibretti í götuskápnum og kemur inní aðaltöfluna í húsinu sem sér um að leiða rafmagnið eftir rafmagnssnúrum inní tengilinn sem brauðristin var sett í samband við!

Það er því bara nokkuð merkilegt í mínum huga að brauðristin hitni!

*Ástæðan fyrir því að spennan er hækkuð er að eftir því sem spennan er hærri þá verður straumurinn minni til að flytja sama afl (P(afl) = V(spenna) * I (straumur)). Ef spennan væri ekki hækkuð þyrfti vírinn á möstrunum að vera sverari sem aftur þíddi að möstrin þyrftu að vera sterkari og spennufallið vegna tapa (hitamyndunar) yrði svo mikið að við fengjum enga orku flutta eftir línunni.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.