Language
Góð ráð rafmagn Prenta  


Hvað get ég gert til að spara rafmagn?

Notkun á rafmagni eykst sífellt á meðalheimili og kemur þar margt til. Aukin tölvunotkun og innleiðing nýrra heimilistækja sem nota rafmagn. Þú getur auðvitað sparað með því að nota færri raftæki og nota þau minna, en að auki er ýmislegt hægt að gera til frekari sparnaðar. Oft nota ný heimilistæki talsvert meira rafmagn en gert var ráð fyrir, dæmi eru vatnsrúm og stórir tölvuskjáir.

Notið rétta ljósgjafa-Rétt val á ljósgjafa er mikilvægt. Notið ekki stærri perur en þið þurfið og gætið að því að lampabúnaðurinn dragi ekki um of úr birtu. Notið flúorpípur þar sem þess er kostur.

Notið ljósa liti í umhverfið-Umhverfið ræður miklu um hve mikla lýsingu þarf. Ljósir litir á lofti, veggjum, gluggatjöldum og gólfum geta sparað mikla lýsingu. Haldið lömpum hreinum.

Slökkvið á eftir ykkur-Munið að slökkva á eftir ykkur. Oft loga ljós að óþörfu þar sem engin hefst við. Slíkt getur einnig skapað eldhættu.

Uppþvottavélin-Fyllið uppþvottavélina. Hún notar jafnmikla orku hvort sem mikið eða lítið er þvegið í einu. Notið sparnaðarhnappinn (E) eins oft og kostur er. Pottar og önnur áhöld sem taka mikið rými, er ekki hagkvæmt að þvo í uppþvottavélinni. Þvoið upp sem fyrst svo að matarleifar nái ekki að þorna. Þá nægir styttra þvottakerfi og lægra hitastig.

Þvottavélin-Fyllið vélina af þvotti. Það kostar álíka mikið að þvo lítinn og mikinn þvott. Hafið ekki of hátt hitastig. Vélin notar 30% minni orku, ef hitinn er lækkaður um þriðjung. Sleppið forþvotti, ef þvotturinn er lítið óhreinn. Það sparar 20% orku. Skolun með köldu vatni fyrir þvott getur sparað orku. Hvort sem um er að ræða þvottavél fyrir klæðnað eða leirtau, er hægt að sleppa forþvotti fyrir vikið.

Þurrkarinn-Vindið þvottinn sem best áður en hann er settur í þurrkarann. Hreinsið lósíuna eftir hverja notkun. Setjið hæfilegt magn af þvotti í þurrkarann, hvorki of mikið né of lítið. Hvort tveggja veldur meiri orkunotkun en ef þurrkað er hæfilegt magn í einu. Notið sparnaðarstillingu þegar henni verður við komið.

Vatnsrúmið-Hæfilegt hiti á vatnsrúminu er 27°C. Orkunotkunin eykst um 5% fyrir hvert stig sem hitinn er hærri. Búið um vatnsrúmið. Mikið hitatap verður ef rúmið er látið standa óumbúið í svölu herbergi. Slökkvið ekki á vatnsrúminu tímabundið til að spara rafmagn. Það jafngildir þriggja til fjögurra daga notkun að hita upp vatnsrúm frá 18 til 27°C. Loftræsið svefnherbergið stuttan tíma í einu. Standi herbergisglugginn opinn getur þurft stöðuga rafmagnsnotkun til að halda réttu hitastigi á vatnsrúminu.

Örbylgjuofninn-Tími og orka sparast þegar matreitt er í örbylgjuofni. Það tekur sjö mínútur (0,14 kWh) að matreiða 250g af kartöflum í örbylgjuofni, en 25 mínútur (0,22 kWh) á eldavél. Notið eldunaráhöld sem henta örbylgjuofninum. Sjóðið eða hitið matinn í lokuðum ílátum, þannig helst hitinn betur á matnum og orka sparast. Með því að nota lítið vatn þarf styttri suðutíma. Oft er hægt að sleppa vatninu alveg þegar matreitt er í örbylgjuofni.

Eldavélin-Gætið þess að potturinn sé hæfilega stór á helluna. T.d. fer 20% orkunnar til spillis ef potturinn er 2 cm minni í þvermál en hellan. Ósléttur botn á potti eða pönnu getur valdið 40% meiri rafmagnsnotkun. Notið þétt lok á pottinn og takið það ekki af meðan soðið er. Ef lokið er ekki á pottinum þarf tvöfalt meiri orku en ella. Það þarf tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku að glóðarsteikja í ofninum en að steikja á hefðbundinn hátt.

Frystikistan-Æskilegt er að frystikistan sé á köldum stað. Hún notar 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem umhverfishitinn er lægri. Hæfilegt hitastig í kistunni er um - 18°C. Rafmagnsnotkunin eykst um 5% fyrir hvert stig sem hitinn er lægri. Gætið þess að kæliristin á bakhlið kistunnar sé hrein og að nóg loft geti leikið um hana. Innilokuð og rykug kælirist getur valdið 30% meiri rafmagnsnotkun. Látið frystikistuna ekki ganga tóma. Tóm kista notar jafnmikið rafmagn og full.

Ísskápurinn-Hæfilegt hitastig í kæliskápnum er 4 til 5°C. Rafmagnsnotkun eykst um 4% fyrir hvert stig sem hitinn er lækkaður. Gætið þess að loftræsting sé nægjanleg bak við kæliskápinn. Léleg loftræsting getur valdið 5-10% meiri rafmagnsnotkun. Kæliskápa sem ekki eru með sjálfvirka afhrímingu þarf að afþíða reglulega.Kaffivélin-Það sparast um 30% með því að laga kaffið í kaffivél í stað þess að nota hraðsuðuketil og hella uppá á gamla mátann. Notið hitakönnu til að halda kaffinu heitu, en ekki hitaplötu kaffivélarinnar.

Gleymd notkun-Mörg heimilistæki nota rafmagn jafnvel þó að þau séu ekki í gangi. Þetta eru tæki sem búin eru fjarstýringu og eru tilbúin til að hlýða skipun frá henni til dæmis sjónvörp, hljómtæki, myndbandstæki og fleiri. Öll þessi tæki auka orkunotkunina. Þó svo að þau taki lítið afl er oftast kveikt á þeim allan sólarhringinn allan ársins hring.

Sjónvörp-Í sjónvarpi getur aflið, sem tækið notar þó slökkt sé á því með fjarstýringu, verið frá 3 til 18 Wött sem þýðir að orkunotkun þessa tækis verður milli 25 og 160 kWh á ári ef tækið er í sambandi allt árið. Þessa eyðslu má spara með því að slökkva alveg á sjónvarpinu auk þess sem það minnkar hættu á íkveikju.

Myndbandstæki-Myndbandstæki sem stjórnað er með fjarstýringu notar um 100 kWh á ári. Það að slökkva alveg á myndbandstækinu hefur bæði kosti og galla. Ef slökkt er alveg á tækinu sparast þessar 100 kWh en á móti þarf oft að endurstilla klukku og dagsetningu þegar kveikt er næst.

Önnur tæki-Spennar fyrir amerísk 110 volta heimilistæki nota orku þó svo að þau séu ekki í gangi. Þá er rétt að átta sig á því að ýmis tæki gætu verið tengd án þess að við munum eftir því t.d. loftnetsmagnarar, rafmagnsklukkur og klukkur í ýmsum tækjum eins og til dæmis í örbylgjuofnum, eldavélum og útvarpsklukkum.Nokkur hollráð um rafmagnsnotkun

Brunahætta-getur stafað af ógætilegri meðferð rafmagnstækja.

Vartappar-eru enn í eldri húsum. Gætið þess að eiga eldri tappa: 10 amper fyrir ljós, 16-25 amper fyrir stærri tæki og 35 amper fyrir kvíslar.

Gamlar raflagnir-eru víða undir meira álagi en þær eru gerðar fyrir, margar úr sér gengnar. Látið fagmann kanna ástand raflagnarinnar og bæta um ef þörf krefur. Gangið tryggilega frá öllum rafmagnstækjum áður en þið farið að heiman.

Slysahætta-getur stafað af lélegum tækjum og trosnuðum framlengingarsnúrum, sem geta verið sérstaklega hættulegar börnum. Varist því ofnotkun á lausum snúrum. Gætið þess að þær verði ekki fyrir hnjaski og liggi ekki þar sem börn ná til.

Lekastraumsrofinn-leysir út við bilun í lögn eða tæki. Reynið að finna bilunina með því að rjúfa fyrst allar greinar og taka öll tæki úr sambandi. Setjið síðan rofann inn, þá greinarnar hverja af annarri og að lokum hvert tæki í samband aftur. Hafið samband við rafverktaka ef þörf er á viðgerð.Hvað þarf að varast í umgengni við rafmagn?

Almennt:

 • Skiljið ekki eftir hluti sem börn eða óvitar geta stungið í innstungur á veggjum.
 • Aldrei má gera sjálf(ur) við lagnir eða töflur, látið fagmenn um slíkt.
 • Byrgið ekki ljós með gluggatjöldum eða öðru slíku.
 • Setjið ekki stærri perur í lampa en þeir eru gerðir fyrir.
 • Ofhitun getur valdið íkveikju.
 • Góð útilýsing er ódýr þjófavörn.
 • Takið ljósaseríur úr samband meðan skipt er um perur.
 • Öll raftæki eiga að vera CE merkt.
 • Takið allar ljósaskeytingar innanhúss úr sambandi meðan heimilisfólkið er að heiman eða sofandi.

Hitapúðar og teppi:

 • Lesið leiðbeiningar gaumgæfilega áður en sett er í samband. Sofið ekki með hitateppi eða púða sem kveikt er á.
 • Gætið þess að ekki komi brot í púðana eða teppin og hnoðið þau ekki saman.
 • Raki og oddhvassir hlutir fara illa með púðana og teppin.
 • Veljið gerðir með rofa sem slekkur eftir ákveðinn tíma.
 • Notið aldrei hitapúða eða hitateppi fyrir börn eða hjálparvana og ekki fyrir þá sem hafa skert hitaskyn.
 • Úreldið teppi og púða sem orðin eru eldir en 10 ára.
 • Skiljið ekki við rafhitapúða eða rafhitateppi í sambandi.
Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.