Language
Rafmagnsuppdrættir Prenta  

Leiðbeiningar um gerð raflagnauppdrátta fyrir heimtaugar og mælatöflur
Skylt er samkvæmt grein 3.6 í Tæknilegum tengiskilmálum rafveitna og ákvæðum Byggingarreglugerðar að leggja inn til veitufyrirtækis raflagnauppdrátt fyrir nýbyggingu og önnur mannvirki sem tengjast eiga dreifikerfi þess og fá hana samþykkta. Útfyllt tilkynning um rafverktöku samkvæmt ákvæðum Reglugerðar um raforkuvirki skal fylgja með. Sama gildir ef óskað er eftir færslu eða breytingu á heimtaug eða mælatöflu. Eftirfarandi gildir um hönnun og gerð raflagnauppdrátta;


1. Teikningar

Gera skal eftirfarandi uppdrætti:
1.1 Afstöðumynd mannvirkis og skal hún málsett. Hún skal sýna afstöðu til götu og næstu lóða/húsa eða annarra kennileita sem máli skipta svo og inntaksstað og inntakspípur.

1.2 Grunnmynd er sýni a.m.k. eftirtalið:

  • a. Aðaltöflu og aðrar mælatöflur séu þær fleiri.
  • b. Gerð og efni veggja eftir því sem þörf krefur.
  • c. Merkingu eða auðkenningu húsrýmis þar sem inntaksbúnaður, aðaltafla og aðrar mælatöflur eru staðsettar svo og raflögn í því rými.
  • d. Inntakspípu, stofnlögn og ómældar kvíslar.
  • e. Tengistaði sökkulskauts og spennujöfnunartauga við vatnspípukerfi.

1.3 Sniðmynd af mannvirki eða hluta þess er sýni inntakspípur, vídd þeirra, legu og dýpt í jarðvegi. Ennfremur aðaltöflu, stofntengibox, stofnvarkassa og stofnlögn eftir því sem við á. Sniðmynd skal sýna langsnið inntakspípa.

1.4 Yfirlitsmynd er sýni allar mælatöflur, lagnir á milli þeirra og ennfremur hæð neðri brúnar töflu frá gólfi. Þessa yfirlitsmynd má sameina sniðmynd í minni veitum, ef henta þykir.

1.5 Einlínumynd er sýni tengistað heimtaugar, stofnvarkassa, stofntengibox og stofnlögn eftir því sem við á, allar mælatöflur og kvíslar að og frá þeim. Í hverri mælatöflu skal sýndur búnaður til og með síðasta sölumæli, svo sem mælar, rofa- og varbúnaðar og stærð þeirra. Geta skal gerðar ómældra kvísllagna, gildleika og fjölda tauga og annars sem máli skiptir. Ennfremur skal sýna spennujöfnunartaugar, gildleika og tengistaði.

1.6 Þegar fyrirhuguð heimtaug er stærri en 315 A, skulu einnig fylgja til samþykktar útlitsmyndir af aðaltöflu í mælikvarða, mynd af uppbyggingu hennar, er sýni skinnur og tengingar, stærð skinna og annarra leiðara og annað er máli skiptir. Ennfremur skal sýna fram á með útreikningum að taflan og búnaður hennar geti staðist mesta mögulegt skammhlaup.


2. Reglugerðir

Gerð raflagnauppdrátta skal vera í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki, Tækilega tengiskilmála, Byggingareglugerð, Almenna skilmála um fjarskiptalagnir og aðrar reglugerðir og skilmála um frágang bygginga og lagna sem í gildi eru á hverjum tíma.


3. Hönnuðir

Raflagnahönnuðir hafi heimild til hönnunarstarfa samkvæmt ákvæðum byggingarlaga.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.